Höfundar: Bella Linde, Lena Granfelt

lífræn ræktun og hefðbundin · skiptiræktun · sjálfbærni · sáning · mold · áburður og moltugerð · ræktunarstaðir · geymsluaðferðir · næringarfræði · uppskriftir

Viltu rækta þínar eigin matjurtir og jafnframt leggja þitt af mörkum til umhverfisverndar? Það þarf ekki heila landareign til að rækta, lítill garður getur líka gefið mikið af sér.

Aukin umræða um sjálfbærni og uppruna matvæla hefur orðið ýmsum hvatning til að spreyta sig á matjurtarækt. Garðyrkja verður auðveldlega að skemmtilegu áhugamáli og lífsstíl: Það er spennandi að fylgjast með jurtunum gægjast upp úr moldinni og fátt jafnast á við matjurtir úr eigin ræktun.

Garðrækt – í sátt við umhverfið er fróðleiksnáma um hefðbundna og lífræna ræktun, hvað unnt er að rækta, hvar, hvenær og hvernig. Fjallað er um jarðveg og hvernig má næra hann og bæta, og undirstöðuatriði moltugerðar eru kennd. Sagt er frá ræktun á svölum, í matjurtabeðum og gróðurhúsum, og leiðbeint um alla skipulagningu ræktunar, sáningu, vökvun, umhirðu og uppskeru. Þá eru gefin góð ráð um geymslu matvæla úr garðinum, birtar uppskriftir og margt fleira áhugavert.

Halla Kjartansdóttir þýddi bókina og fjöldi sérfræðinga hefur lagað efni hennar að íslenskum aðstæðum.