Þú ert hér://Haust í Skírisskógi

Haust í Skírisskógi

Höfundur: Þorsteinn frá Hamri

Haust í Skírisskógi, þriðja skáldsaga Þorsteins frá Hamri, kom fyrst út árið 1980 og er fjörug og óvenjuleg ævintýrasaga ofin úr litríkum og fjölbreyttum þráðum í sögu og samtíð. „Þarna var á ferð einhver áður óséð blanda af módernískri evrópskri sagnagerð og þjóðlegum íslenskum frásagnarháttum,“ segir Hermann Stefánsson rithöfundur í inngangi sínum að þessari útgáfu. Gagnrýnendur tóku bókinni vel og fyrir hana hlaut Þorsteinn Menningarverðlaun Dagblaðsins 1981. Sagan á sem fyrr erindi við lesendur og er nú gefin út að nýju í tilefni af áttræðisafmæli skáldsins og sextíu ára höfundarafmæli.

Þorsteinn frá Hamri er fæddur 1938 og var aðeins tvítugur að aldri þegar fyrsta ljóðabók hans, Í svörtum kufli, kom út. Allar götur síðan hefur hann verið meðal helstu og virtustu skálda landsins og ljóðabækur hans eru orðnar á þriðja tug talsins, auk sagnaþátta og þriggja skáldsagna.

Frá 1.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 153 2018 Verð 2.590 kr.
Rafbók - 2018 Verð 1.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

2 umsagnir um Haust í Skírisskógi

 1. gudnord

  „… tímalaus og síbeittur ærslaleikur …“
  Hermann Stefánsson í inngangi

 2. gudnord

  „Hvílík undur að koma inn í þennan kynjaskóg Þorsteins …
  Undiralda sögunnar er pólitísk og siðferðileg úttekt á
  hugmyndaheimi okkar, lífsmáta og gildismati.“
  Rannveig Ágústsdóttir, Dagblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund