Höfundur: Dagur Hjartarson

RIGNINGARDAGUR

við liggjum í skjóli
undir geigvænlegu reynitré

það er eins og kræklótt myrkur
sem sólin hefur rifið upp úr jörðinni

á stofn þess hafa aðrir elskendur en við
rist nöfn sín
svo þau geti líka vaxið upp í himininn

Heilaskurðaðgerðin eftir Dag Hjartarson er óður til lífsins, ástarinnar og gleðinnar. Bjartar skuggamyndir af ástinni og heilaskurðaðgerð. Fagurt eins og óvæntur fundur ástar og dauða á skurðborði.