Höfundar: Laurent Binet, Sigurður Pálsson þýddi

Prag 1942. Tveir menn eru komnir frá London til að drepa þann þriðja, Reinhard Heydrich, yfirmann Gestapo, leyniþjónustu nasista, og skipuleggjanda Endanlegu lausnarinnar á „gyðingavandamálinu“, manninn sem ýmist var kallaður Böðullinn í Prag, Ljóshærða villidýrið eða Hættulegasti maður Þriðja ríkisins.

Bókin hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og ekki síst fyrir óvenjulegan og heillandi frásagnarmáta. Allar persónurnar voru til eða eru enn til. Allt sem sagt er frá gerðist í raun og veru en bak við frásögnina af undirbúningi tilræðisins leynist annað stríð: Stríðið milli skáldskapar og sögulegs sannleika. Laurent Binet lætur það vera að skálda í eyðurnar, hann fylgir staðreyndum málsins – en tekur samt skýra afstöðu til þeirra persóna sem koma við sögu.

Laurent Binet fékk Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka, fyrir þessa frumraun sína.

Sigurður Pálsson þýddi.