HHhH
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2014 | 376 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2014 | 376 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 490 kr. |
Um bókina
Prag 1942. Tveir menn eru komnir frá London til að drepa þann þriðja, Reinhard Heydrich, yfirmann Gestapo, leyniþjónustu nasista, og skipuleggjanda Endanlegu lausnarinnar á „gyðingavandamálinu“, manninn sem ýmist var kallaður Böðullinn í Prag, Ljóshærða villidýrið eða Hættulegasti maður Þriðja ríkisins.
Bókin hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og ekki síst fyrir óvenjulegan og heillandi frásagnarmáta. Allar persónurnar voru til eða eru enn til. Allt sem sagt er frá gerðist í raun og veru en bak við frásögnina af undirbúningi tilræðisins leynist annað stríð: Stríðið milli skáldskapar og sögulegs sannleika. Laurent Binet lætur það vera að skálda í eyðurnar, hann fylgir staðreyndum málsins – en tekur samt skýra afstöðu til þeirra persóna sem koma við sögu.
Laurent Binet fékk Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka, fyrir þessa frumraun sína.
Sigurður Pálsson þýddi.
4 umsagnir um HHhH
Kristrun Hauksdottir –
„Bókmenntalegt afrek … Grípandi frásögn sem færir okkur nær sögunni eins og hún var í raun og veru.“
The New York Times Book Review
Kristrun Hauksdottir –
„… útkoman er þessi stórkostlega heimildaskáldsaga sem þrátt fyrir efnið er leiftrandi skemmtileg og útskýrir á fremur einfaldan hátt víðtækt hernaðarbrölt Þjóðverja … Verulega áhugaverð og vel skrifuð bók.“
Ingvi Þór Kormáksson / Bokmenntir.is
Kristrun Hauksdottir –
„Þetta er hörkubók … hann leikur við mann í gegnum efnið og segir jafnframt frá hræðilegum atburðum og miklum hetjuskap af gríðarlegri íþrótt.“
Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan
Kristrun Hauksdottir –
„Það er sérstök upplifun að lesa þessa bók. Þetta er fyrsta bók höfundar – sem er ótrúlegt … Hann er tilfinningaríkur, lifir sig inn í efnið og ég held að allir lesendur geri það líka … Þetta er algjörlega mögnuð bók. Við eigum eftir að fá margar þýddar bækur á árinu en þessi er ein af þeim bestu.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan