Þú ert hér://Hreinsun

Hreinsun

Höfundur: Sofi Oksanen

Aliide á ekki von á góðu þegar hún finnur ókunnuga stúlku, Zöru, hrakta og hrjáða í garðinum sínum einn morguninn. Er stúlkan þar af algerri tilviljun eða ætlaði hún sér einmitt á þennan stað? Aliide veitir henni húsaskjól og smám saman kemst hún að því að saga þeirra Zöru er samfléttuð, og fyrir lesanda opnast víð sýn yfir harmsögu Eista á liðinni öld.

Hreinsun er bókmenntaviðburður, margradda skáldsaga um reynslu fólks í Eistlandi undir hæl Sovétríkjanna. Jafnframt er frásögnin nærgöngul lýsing á tveim konum sem eru ítrekað beygðar og niðurlægðar en rísa alltaf upp á ný.

Sagan hefur fært Sofi Oksanen fjölmörg virt verðlaun og viðurkenningar, m.a. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þjóðleikhúsið íslenska sýndi leikritið Hreinsun veturinn 2011-12 við miklar vinsældir. Aðalhlutverkið, Aliide, lék Margrét Helga Jóhannsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir lék Zöru en Vigdís Hrefna Pálsdóttir Aliide unga. Vorið 2012 var frumsýnd í Helsinki ópera eftir sögunni og einnig kvikmynd eftir henni.

Sigurður Karlsson þýddi.

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin3552010 Verð 990 kr.

10 umsagnir um Hreinsun

 1. Elín Pálsdóttir


  „Hreinsun er líklega merkilegasta skáldverkið sem kemur á markað í ár … hvalreki öllum sem vilja næra sig með mikilvægri og brýnni sögusmíð. Hreinsun verða allir að lesa sér til gagns.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

 2. Elín Pálsdóttir

  „… gríðarlega merkileg bók og góð skáldsaga … Sálfræðitryllir.“
  Þorgerður E. Sigurðardóttir / Kiljan

 3. Elín Pálsdóttir

  „Hún hefur slíkar víddir þessi skáldsaga að það er ekki hægt annað en vera gríðarlega hrifinn af henni. Þetta er alger snilldarbók … ofboðslega góð skáldsaga.“
  Egill Helgason / Kiljan

 4. Elín Pálsdóttir

  „… óskaplega spennandi … þetta er bara algjört meistaraverk … frábær bók í alla staði. Þó að sagan sem hún segi sé býsna nöturleg – bæði sagan af stelpunni í nútímanum og bóndakonunni – þá er þetta ekki deprímerandi bók.  Henni tekst að sneiða hjá því að maður fyllist þunglyndi eða vonleysi eða bölmóði við að lesa hana. Og hún er afskaplega vel þýdd hjá Sigurði Karlssyni.“
  Illugi Jökulsson  / Kiljan

 5. Elín Pálsdóttir

  „Sofi Oksanen tilheyrir nýrri kynslóð evrópskra rithöfunda sem hefur fengið það hlutverk að takast á við mestu sögulegu umskipti síðari ára, það er að segja fall Sovétríkjanna og afleiðingar þess. … Þessi bók er sannarlega einn ánægjulegasti viðburðurinn í íslenskum bókmenntaþýðingum þetta árið.“
  Hjalti Snær Ægisson / Víðsjá

 6. Elín Pálsdóttir


  „Oksanen er sögumaður af guðs náð og tekst að draga upp sterkari og áhrifameiri myndir á nokkrum síðum en flestum öðrum tekst á fjögur hundruð síðum eða í tveggja tíma kvikmynd. … Þessi saga lifir í minninu og vekur mann til umhugsunar. Ekki bara um þjáningar kúgaðra þjóða, heldur einnig og ekki síst um það hvað það raunverulega þýðir að vera manneskja. … Mögnuð og listilega stíluð skáldsaga sem vekur spurningar og lifir lengi í huga lesandans.”
  Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

 7. Elín Pálsdóttir


  „Hún er stórkostlegt skáldverk … í hópi þeirra skáldverka sem auðga og bæta þann sem les … Erfitt er að ímynda sér að betra skáldverk en Hreinsun komi út á íslensku á þessari bókavertíð.“
  Bjarni Ólafsson / Morgunblaðið

 8. Elín Pálsdóttir

  Hreinsun er sérlega öflugt verk, vel smíðaður gripur á alla kanta, hvort sem litið er til efnismeðferðar, byggingar eða beitingar tungumáls og notkunar myndmáls, sem mitt í öllum myrkviðunum býr oft yfir lúmskum húmor.
  Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

 9. Elín Pálsdóttir

  „Hreinsun nötrar af spennu: vel falin leyndarmál og skammarlegir verknaðir sem persónur ýmist fremja eða verða fyrir breiða sig um söguna eins og kóngulóarvefir og toga lesandann áfram.“
  Hufudstadsbladet

 10. Elín Pálsdóttir

  Hreinsun gerist á tvennum tímum í Eistlandi en þemu bókarinnar, ást, svik, vald og valdaleysi, eru tímalaus. Á óvenju nákvæmu og beinskeyttu tungumáli lýsir höfundur hvernig sagan fer með einstaklinginn og hvernig fortíðin býr um sig í nútímanum.“
  Úr áliti verðlaunanefndar Norðurlandaráðs

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund