Hér nýtir höfundur samtalsformið til að rekja sögu löngu horfinna biskupsfrúa og fyrirkvenna svo hún verður ljóslifandi fyrir lesendum.

Þessar sögur hafa verið faldar í myrkviði horfinna alda enda er oftlega fjallað um konur fortíðar nánast eins og um væri að ræða vel þekkta, meinlausa dýrategund sem deilir landinu með körlum.