Höfundar: Anna Margrét Marinósdóttir, Illugi Jökulsson

Hvað segir hundurinn? Hvað segir kötturinn? Hvað segir krummi?

Þessi skemmtilega hljóðbók gerir börnunum kleift að heyra dýrin tala á sinni eigin tungu og þekkja hljóð þeirra. Hér eru komin öll íslensku húsdýrin, kindur, kýr o.fl., en einnig nokkur villt dýr sem búa í íslenskri náttúru, fuglar, hvalir og selir.

Nú geta börnin loksins spjallað við dýrin á þeirra tungumáli.