Mannshvörf hafa snortið íslensku þjóðina djúpt um aldir.

Hin óvenjulega mörgu mannshvörf rétt fyrir miðjan áttunda áratug síðustu aldar skópu ólguástand í þjóðlífinu og hafa orðið að eins konar steinbarni í þjóðasálinni sem lifnar og deyr aftur og aftur.

42 árum eftir mannshvarf eru menn handteknir og yfirheyrðir í tengslum við meint morð – þessi mál geta ekki dáið. Í þessari bók birtast frásagnir af mannshvarfi sem fela í sér umbyltingu frá hugmyndum manna um það.

Að mati skrásetjarans er sú lýsing sem hér birtist mun fyllri og trúverðugri en sú sem hefur verið tekin gild fram að þessu.