Heimili höfundanna

_L1R1145
Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson er fæddur árið 1940 og á að baki langan og farsælan feril sem skemmtikraftur og frétta- og fjölmiðlamaður en er einnig þekktur sem fjórfaldur Íslandsmeistari í rallakstri, sem frumkvöðull í flugi og fyrir störf í þágu náttúruverndar. Ómar var með fyrstu skemmtikröftum sem sömdu allt sitt efni sjálfir. Eftir hann liggja um tuttugu plötur, níu bækur og aragrúi söngtexta sem hann hefur samið fyrir sjálfan sig og aðra. Á sjötugsafmæli Ómars árið 2010 ákvað ríkistjórnin að gera afmælisdag hans 16. september að Degi íslenskrar náttúru. Var það við hæfi, enda var það Ómar sem opnaði landið á alveg nýjan hátt fyrir Íslendingum – ekki síst úr lofti – í vinsælum sjónvarpsþáttum sínum Stiklum. Meðal bóka Ómars eru endurminningar, bækur um Ísland, viðtalsbækur, skáldsögur og bækur um málefni líðandi stundar. Þegar hann barðist af krafti gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar árið 2004 gaf hann út bókina Kárahnjúkar: með og á móti. Sama ár leiddi hann ríflega tíu þúsund manns í mótmælagöngu gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar og stofnaði stjórnmálaflokkinn Íslandshreyfinguna í baráttu sinni fyrir umhverfisvernd. Manga með svartan vanga: sagan öll kom út 2013 og fékk afar jákvæða dóma. Þar fjallar Ómar um förukonuna Margréti Sigurðardóttur sem hann kynntist í æsku og örlagasögu hennar. Nýjasta bók Ómars, Af einskærri Sumargleði: Sögur frá litríkum skemmtanaferli, kom út 2021 en þar rifjar hann upp fyrstu ár sín sem skemmtikraftur og síðan árin fimmtán sem þeir Ragnar Bjarnason fóru um allt land á sumrin með flokki leikara, tónlistarmanna og skemmtikrafta til þess að færa landsbyggðafólki söng, grín og gleði. Ómar hefur verið valinn maður ársins, bæði 2003 og 2006. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1998 fyrir þáttagerð í sjónvarpi um landið og náttúru þess.

Bækur eftir höfund

stiklur um undur íslands
Stiklur um undur Íslands
12.190 kr.
Af_einskaerri_sumargledi_72
Af einskærri Sumargleði
1.990 kr.3.990 kr.
Hjarta landsins
Hjarta landsins
3.490 kr.
Hyldýpið
Hyldýpið
2.990 kr.
Manga með svartan vanga
Manga með svartan vanga - sagan öll
3.520 kr.
attachment-13591
Kárahnjúkar - með og á móti
490 kr.
attachment-599950
Ljósið yfir landinu
2.065 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning