Höfundur: Nova Ren Suma

Ori er hæfileikarík og góðhjörtuð, ballerína af guðs náð. Ori og Vee eru bestu vinkonur – þar til Ori er dæmd fyrir hrottalegan glæp. Vee er líka ballerína, óörugg en yfirgengilega metnaðarfull.

Vee hefur lagt allt í sölurnar til að komast að í Juilliard, virtasta listaskóla í New York – þegar örlögin grípa í taumana. Þrettán ára var Amber send í fangelsi fyrir morðið á ofbeldisfullum stjúpföður.

Það sér fyrir endann á afplánuninni – en þá kemur Ori. Ori er dæmd til vistar í Aurora Hills og verður klefafélagi Amber. Í kjölfarið eiga sér stað óhugnanlegir atburðir sem hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.

Þýðandi: Halla Sverrisdóttir.