Íslensk-ensk orðabók

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2009 569 8.295 kr.
spinner

Íslensk-ensk orðabók

8.295 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2009 569 8.295 kr.
spinner

Um bókina

Út er komin hjá Forlaginu önnur útgáfa Íslensk-enskrar orðabókar, aukin og endurbætt. Bókin kom fyrst út hjá Iðunni 1989 og hefur nýrrar útgáfu verið beðið með allnokkurri eftirvæntingu. Við endurskoðun orðabókarinnar var uppflettiorðum fjölgað um fjögur þúsund og lögð sérstök áhersla á almennan nútímamálsorðaforða. Dæmum um notkun var fjölgað umtalsvert og aukið við málfræðiupplýsingar.

Í Íslensk-enskri orðabók eru um 28.000 uppflettiorð, tólf þúsund dæmi um málnotkun og greinargóðar upplýsingar um beygingu og málfræðilega stöðu orða. Ítarlegar leiðbeiningar eru um notkun bókarinnar og sérstakur kafli um íslenska málfræði á ensku.

Íslensk-ensk orðabók hentar sérlega vel nemendum á öllum skólastigum, og gagnast þeim vel sem vinna með tungumálin í starfi eða í daglegu amstri.

Höfundar bókarinnar eru Sverrir Hólmarsson, Christopher Sanders og John Tucker. Ritstjóri annarrar útgáfu er Christopher Sanders.

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning