Höfundur: Óttar M. Norðfjörð

„Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína til þess að hver sem á hana trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“

Í þessari áhugaverðu bók snýr Óttar Norðfjörð Jóhannesarguðspjalli á haus. María Magdalena og Jesús skipta um hlutverk, Guð verður kvenkyns og helmingur „lærlinganna“ sömuleiðis. Textinn er í senn afar kunnuglegur og undarlega framandi, því það er María sem við fylgjumst með ganga á vatni, metta fjöldann, pínda, krossfesta og rísa upp á þriðja degi.

Í lok bókarinnar má finna eftirmála Óttars, auk þrigga hugleiðinga um verkið eftir prestana Bjarna Karlsson, Kristínu Þórunni Tómasdóttur og Árna Svan Daníelsson.