Höfundur: Birgitta Haukdal

Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum. Nú eru komnar tvær nýjar bækur um Láru eftir Birgittu Haukdal.

Í viðburðaríkum jólaundirbúningi gengur Láru ekki nógu vel að hafa stjórn á skapi sínu. Hún ákveður að skrifa jólasveininum bréf og lofar að taka sig á. Ætli hún fái nokkuð í skóinn?