Höfundur: María Siggadóttir

Táfýlusokkar jólasveinanna eru settir í þvottapottinn, lýsnar úr hárinu á þeim ofan í dós og rauðu fallegu jólafötin dregin fram. Meira að segja jólakötturinn er rekinn á lappir og burstaður. Það er komið að árlegri ferð jólasveinanna í Ingólfsfjalli niður á Selfoss þar sem krakkarnir bíða þeirra í ofvæni.