Höfundur: Óttar M. Norðfjörð

Fertugsafmæli Jóns Ásgeirs er á næsta leiti og undirbúningur stendur sem hæst. Hvernig tekst honum að toppa hina stóru strákanna? Af hverju dregst Kári Stefánsson inn í málið? Og hvers vegna fær Davíð Oddsson seðlabankastjóri boðskort? Getur verið að Baugsmálið verði gert upp í eitt skipti fyrir öll í veislu aldarinnar?

Jón Ásgeir og afmælisveislan er bráðskemmtileg teiknimyndasaga þar sem þjóðþekktir einstaklingar stökkva í ný gervi, gera upp missætti sín með óvæntum hætti og bregða almennt á leik eins og þeim er einum lagið.