Íslensk ungmenni eru yngri en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum þegar þau hefja kynmök, eiga fleiri rekkjunauta, smitast oftar af kynsjúkdómum, horfa meira á klám og tíðni unglingaþungana er hærri hjá þeim. þessi handbók leggur foreldrum og þeimsem starfa náið með börnum og unglingum til verkfæri til þess að kjafta um kynlíf á opinskáan og áreynslulausan hátt. Með húmir og hreinskilni að leiðarljósi er auðveldara að ræða um málefni sem mörgum þykja óþægileg og sumir álíta jafnvel sem tabú. Orð eins og píka, klám, staðalímyndir, sjálfsfróun, sleipiefni og kynhneigð verða fyrir bragðið hversdagsleg og auðveld viðureignar. Börn og unglingar hafa þörf fyrir opnar samræður um kynferðisleg málefni. Það styrkir kynverund þeirra og býr þau undir að stunda kynlíf á sínum eigin forsendum þegar þau eru tilbúin til þess.