Höfundur: Alexander McCall Smith

Precious Ramotswe er slyngasti kvenspæjarinn í Botsvana og jafnvel þótt leitað væri um gjörvalla Afríku.

Hún er hyggin og úrræðagóð og með góðri hjálp vinar síns, herra J.L.B. Matekoni, ásamt traustri handbók um spæjarastörf, mikilli mannþekkingu og ærnu brjóstviti leysir hún fjölbreytilegustu mál sem fólk leitar til hennar með: horfnir eiginmenn finnast og óvæntir sökudólgar koma í ljós, börn koma í leitirnar og svikahrappar fá makleg málagjöld.

Alexander McCall Smith þykir takast fádæma vel að flétta saman spennandi atburðarás og húmor, um leið og hann dregur upp sannfærandi og hugstæða mynd af daglegu lífi í Afríku. Sú staðreynd að sögurnar gerast í Afríku gerir að verkum að vandamálin sem þarf að leysa eru fjölbreyttari en í norðrinu. Hvað gerir maður til dæmis þegar 11 ára dreng er rænt af galdralæknum? Ungfrú Ramotswe svarar þeirri spurningu í Kvenspæjarastofu númer eitt.

Þetta er fyrsta bókin í hinum vinsæla flokki um Kvenspæjarastofuna sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda og lesenda um allan heim, enda hafa bækurnar að geyma sjaldgæfa blöndu af spennu, gamansemi og mannúð og skilja eftir sig vellíðan hjá lesanda.

Um höfundinn:

Bækur Alexanders McCall Smith um kvenspæjarann Precious Ramotswe í Botsvana í Afríku hafa fengið frábæra dóma gagnrýnenda og hlotið margvíslegar viðurkenningar, en jafnframt raðað sér í efstu sæti metsölulista flestra landa bæði austan hafs og vestan.

Alexander McCall Smith, prófessor í lögræði við Edinborgarháskóla, þykir takast fádæma vel að flétta saman spennandi atburðarás og húmor, um leið og hann dregur upp sannfærandi og hugstæða mynd af daglegu lífi í Afríku.