Það urðu straumhvörf í sögu íslenska landsliðsins þegar Lars Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari. Efnispiltar sprungu út og árangurinn varð eftir því – stórkostlegur!

Í þessari bók er rakin saga þessa yfirvegaða Svía, sagt frá samstarfi hans og Heimis Hallgrímssonar, sem í fyrstu var aðstoðarmaður hans en síðar jafnoki, og landsliðinu fylgt eftir með ótal skemmtilegum og fræðandi frásögnum.

Formála að bókinni skrifar Dagur Sigurðsson, sem gerði þýska karlalandsliðið í handknattleik að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þar kemur hann inn á ýmislegt sem allir íþróttamenn og forystumenn í íþróttum ættu að lesa, svo og stjórnendur í fyrirtækjum sem vilja skapa sigurlið á sínu sviði!