Höfundur: Heiðrún Ólafsdóttir

Hér er um að ræða áleitna sögu sem nær strax þéttingsföstu taki á lesandanum. Stíllinn er snarpur og knappur og hæfir mjög vel þeim sálarháska sem sögumaður lýsir. Þó umfjöllunarefnið sé af alvarlegum toga nær höfundur að skapa íróníska fjarlægð í skrifunum, sem gerir lesturinn léttari en ella. Heiðrún hefur vakið athygli fyrir bækur sínar og var ljóðabók hennar Af hjarnanum tilnefnd til verðlauna sem heita Rauða hrafnsfjöðrin.