Listdans á Íslandi

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2024 331 8.290 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2024 331 8.290 kr.
spinner

Um bókina

Listdans á Íslandi á sér langa sögu sem hér er sögð í fyrsta sinn á bók, allt frá því að fyrstu leikkonur Leikfélags Reykjavíkur leituðu sér menntunar í dansi til Kaupmannahafnar og þar til Íslenski dansflokkurinn náði að sanna mikilvægi sitt og listrænan styrk.

Hér segir frá landnámi listgreinarinnar í nágrannalöndum okkar og þeim merku tímamótum þegar nútímadans og jassdans öðluðust sess meðal sviðslista. Þá er rakin saga þeirra stúlkna sem ruddu listdansi braut hér á landi, þeirri aðstöðu sem honum var búin og móttökunum sem hin unga listgrein hlaut í íslensku samfélagi. Fjallað er um stofnun Listdansskóla Þjóðleikhússins 1952, þann litríka hóp ballettmeistara sem þar starfaði og sagt frá fjölmörgum listdanssýningum fyrri ára. Saga Íslenska dansflokksins, sem stofnaður var árið 1973, barátta hans, andstreymi og sigrar, er síðan meginefni bókarinnar.

Í bókarauka er fjallað um sjálfstæða danshópa og dansara sem samið hafa og sviðsett eftirminnilegar danssýningar, sagt frá íslenskum listdönsurum sem einkum hafa unnið erlendis svo og þeim listdansskólum sem starfað hafa á landinu á ýmsum tímum.

Ingibjörg Björnsdóttir segir þessa sögu af innsæi og þekkingu, enda sjálf þátttakandi í sögu danslistar á Íslandi í sjötíu ár, sem dansari í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu á árum áður og síðar danshöfundur, kennari og skólastjóri Listdansskóla Íslands. Ingibjörg er einnig sagnfræðingur að mennt og miðlar hér fágætum fróðleik um aldarlanga baráttu ungra dansara fyrir viðurkenningu á list sinni og þær áskoranir sem mættu þeim á langri leið.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Listdans á Íslandi”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning