Þú ert hér://Loftnet klóra himin

Loftnet klóra himin

Höfundur: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

Loftnet klóra himin er önnur ljóðabók Þórunnar með sautján ára millibili. Sú fyrri, Fuglar, kom út árið 1991. Höfundurinn myndskreytir nýju bókina sjálf og kemur þar með út úr skápnum sem myndlistarkona. Myndirnar eru í senn frumlegar, ljóðrænar og frábær viðbót við heildarverkið. Yrkisefni Þórunnar eru af ýmsu tagi; hversdagslífið, dauðinn, ástin, hinar ýmsu týpur, konur og önnur dýr; öllu er þessu tvinnað saman í listræna heild sem leiðir okkur um dýpri stig tilverunnar. Þórunn hefur einstakt lag á að fanga hið ljóðræna í hversdeginum og festa á blað.

Eitt karlmannsrif er ekki gott stöff í heila konu.

Eftir að Guð skapaði konuna beint

varð hún betri.

Síðan er ekkert fall til

bara sakleysi

þrátt fyrir hættulegan heilann.

Verð 1.935 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda - 2008 Verð 1.935 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

4 umsagnir um Loftnet klóra himin

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Þórunn býður okkur með sér í ferðalag sem er fróðlegt og aldrei leiðinlegt … Þetta er skáldskapur sem er notalegur í tilgerðarleysi sínu og einlægni.“
  Hjalti Snær Ægisson/Víðsjá, RÚV

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Þórunn hefur satt að segja dásamleg tök á því vandmeðfarna formi að senda skilaboð út í loftið. Grípi maður þau er maður svo glaður að maður tekst beinlínis á loft. Hér eru líka sögur fyrir þá sem eftir sitja.“
  Þröstur Helgason / Morgunblaðið

 3. Bjarni Guðmarsson

  „Þetta er ákaflega frumleg og næm, en umfram allt skemmtileg ljóðabók … hún lætur bara vaða … mikil hugmyndaauðgi … ég varð ógurlega glöð. Opinská, sár en líka bráðskemmtileg.“
  Gerður Kristný/Mannamál

 4. Bjarni Guðmarsson


  „Þetta er bók sem vekur fallega tilfinningu og hugarflug sem barnssál okkar allra gleypir í fögnuði … Við skulum öll lesa þessa bók, það gerir ekkert nema gott … Bókin er völvuginning líðandi stundar, án tálsýnar, allur heimurinn í beinni … Bravó.“
  Sigurður Hróarsson/Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *