Þegar Maxímús Músíkús kemur heim eftir hressandi morgungöngu eru komnir skemmtilegir gestir í tónlistarhúsið: stórir hópar af börnum sem dansa svo vel að Maxi verður forvitinn. Hvar ætli þau hafi lært svona vel að dansa?

Maxímús Músíkús bjargar ballettinum er þriðja bókin um músina tónelsku sem heillað hefur börn um allan heim. Sögurnar um Maxa hafa verið fluttar á fjölmörgum tónleikum og bækurnar um hann hafa komið út á ensku, þýsku, kóresku og færeysku. Höfundarnir, Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson, eru tónlistarmenn og leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Geisladiskur fylgir bókinni.