Meðan enn er glóð

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2011 298 990 kr.
spinner

Meðan enn er glóð

990 kr.

Meðan enn er glóð
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2011 298 990 kr.
spinner

Um bókina

Vorið 1978 gengur brennuvargur laus í Finnslandi í Suður-Noregi. Sunnudaginn 4. júní hefur hann herjað á litla byggðarlagið í heilan mánuð og fólk lifir í stöðugum ótta. Héraðslögreglan fær liðsauka frá Ósló en vísbendingar eru fáar. Daginn eftir er öllu lokið – eftir ægilegustu nótt allra nótta.

Þennan sunnudag var barn borið til skírnar, drengur sem fékk nafnið Gaute Heivoll. Löngu seinna skrifar hann sögu þessara hræðilegu vikna og skoðar atburðina og brennuvarginn út frá sínum persónulega sjónarhóli. Hver var maðurinn sem kveikti í? Hvers vegna framdi hann þessi ódæði? Og hvað þarf mikið til að við verðum brjálæðinu að bráð og eyðileggjum líf okkar?

Gaute Heivoll hefur vakið mikla athygli fyrir söguna af brennuvarginum. Frásögnin verður ekki aðeins spennusaga heldur einnig heimildasaga og þroskasaga skálds. Heivoll hlaut Brage-bókmenntaverðlaunin og Sult-verðlaunin eftirsóttu fyrir bókina sem er nú verið að gefa út víða um heim.

Sigrún Árnadóttir þýddi.

*****
„… merkilega byggt verk, fullt af hlýju, stórum örlögum og myrkri.
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

****
„Þetta er ekki aðeins saga um lífið í sveitinni á afmörkuðum tíma heldur saga um vonir og þrár, fjölskyldutengsl, einkum foreldraástina. Umhyggjuna. Brjálæðið. Yfirhylminguna … Sagan er vel skrifuð og vel þýdd … holl og góð lesning.“

Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

„Það sem heillaði mig við þessa ágætu bók var frásagnarformið, þessi tregafulli tónn og ljóðrænan í textanum. Fegurðin í hinu hversdagslega og einfalda er dregin fram og hið smáa fær vægi. … Meðan enn er glóð lætur ekki mikið yfir sér en ég mæli hiklaust með þessari fínu norsku skáldsögu. Þótt umfjöllunarefnið sé ekki af léttasta toga og framvindan hæg og bítandi fremur en brjáluð aksjón þá þótti mér hún hreint ekki erfið aflestrar; þvert á móti var hún verulega spennandi og ég las hana á tveimur kvöldum. Þannig er það stundum með vel skrifaðar bækur.“
Salka Guðmundsdóttir / Druslubækur og doðrantar

„Þetta er æsandi og sefjandi saga, mettuð óhugnaði og illsku og vegur salt á mörkum hins melódramatíska. Það þarf mikinn rithöfund til að ná jafnvægi á þeim mörkum. Meðan enn er glóð er stór frásagnarlist.”
Úr áliti dómnefndar Brage-verðlaunanna

„… næm og nærgöngul og hélt mér í fjötrum allt til loka.“
Dagen Magazinet

„Æsispennandi og frábærlega vel sögð saga um eldsvoða, foreldra og línuna undurmjóu milli þess sem er heilbrigt og ekki heilbrigt.“
Dagsavisen

„Gaute Heivoll er djarfur höfundur sem ekki veigrar sér við að kasta sér út á sjö þúsund faðma dýpi.”
Aftenposten

„… persónusköpunin vitnar í senn um innlifun og undrun. Hver manneskja er saga – ofin inn í sögur annannar og án endaloka.”
Svenska Dagbladet

 

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning