Birna Guðrún Friðriksdóttir fæddist í Brekku í Svarfaðardal árið 1924. Hún ólst upp í Hverhóli í sömu sveit og var húsfreyja á Melum í 3 áratugi.

Í ljóðum hennar kemur berlega í ljós hve íslensk náttúra, fuglarnir, grösin og blómin stóðu hjarta hennar nærri. Hún var söngvin og ljóðelsk og ljóð voru stór hluti þeirra bókmennta sem hún átti og naut.

Hún lést í júlí 2011.