Menón

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2009 143 2.990 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2009 143 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Samræðuna Menón er Platón talinn hafa ritað á mörkum fyrsta skeiðs starfsævi sinnar og miðtímabils hennar. Ritið hefst á því að spurt er eftir skilgreiningu, eins og í elstu verkum Platóns, að þessu sinni á dygðinni. Smám saman fer þó umræðan að snúast um sjálfa leitina að skilgreiningum og þar með bæði þekkingarfræði og heimspekilega aðferðafræði almennt. Þaðan leiðist rökræðan svo að þeirri kenningu Platóns að nám sé upprifjun á meðfæddri þekkingu, sem Sókrates tekst á hendur að sanna í verki í kafla sem er einn sá kunnasti í verkum Platóns.

Ógöngurnar sem upprifjunarkenningunni er ætlað að leysa eru eftirfarandi: Ef við þekkjum ekki það sem við leitum að, eins og dyggðina sem Sókrates segist ekki vita hvað sé, getum við í rauninni hvorki leitað þess né borið kennsl á það þegar það finnst. Ef við þekkjum það hins vegar fyrirfram er leitin ljóslega óþörf. Þetta leiðir það af sér að öll leit sé ómöguleg. Í fljótu bragði virðast þetta tómir útúrsnúningar. Þegar við leitum hlutar þekkjum við hann auðvitað en staðsetning hans er ókunn. Þegar við viljum komast að einhverri staðreynd er munur á því  að þekkja spurninguna og þekkja svarið. En þegar spurt er um skilgreiningu, til dæmis hvað er dyggð, er ekki hægt að grípa til sömu mótraka. Lausn Platóns er því önnur, nefnilega sú að hver þau sannindi sem við lærum hafi sálin í raun þekkt fyrir fæðinguna, enda sé hún ekki dauðleg eins og líkaminn, og þau rifjist upp fyrir okkur við réttar kringumstæður. Máli sínu til stuðnings lætur Sókrates dreng sem ekkert kann í flatarmálsfræði leiða út ýmis sannindi um form og hlutföll með því einu að spyrja hann spurninga. Enn fremur er sú kenning Sókratesar að dygð sé þekking – nánar tiltekið þekking á því hvað sé manni til góðs – rædd í Menóni með þeirri óvæntu niðurstöðu að úr því að dygðin verði ekki kennd sé hún sönn skoðun frekar en þekking.

Tengdar bækur

Samdrykkjan
3.090 kr.
Fædros
3.190 kr.
Síðustu dagar Sókratesar
2.990 kr.
Ríkið I & II
5.590 kr.

INNskráning

Nýskráning