Mitt litla leiksvið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 224 |
|
||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 224 |
|
||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
„Hér er fallegast þegar líður á sumarið. Hlynurinn, sem ég gróðursetti forðum og verður sennilega það markverðasta sem ég skil eftir mig, er þá blaðmikill, höfugur, dulúðugur. Dísarunninn og úlfareynirinn úr garðinum þar sem hún Þóra ólst upp halla sér að voldugum stofninum. Lerkitréð teygir sig í hina áttina og hefur gefist upp í keppninni um að höndla sólina. Það er ekki orðið svo dimmt að útlínur runna og blóma renni saman í eitt náttmyrkur. Enn skín birta handan við laufin og gefur tilverunni dýpt …“
Sveinn Einarsson situr á pallinum sínum og lætur hugann reika frjálst um margvísleg kynni og verkefni á langri ævi. Lítil atvik bregða ljósi á örlög, eftirminnilegar persónur og senur úr leikhúsinu lifna við og saga kviknar af sögu. Smám saman birtist okkur sviðið þar sem stendur fólkið hans Sveins, vinir og samferðafólk, foreldrar og fjölskylda – og lífsförunauturinn Þóra.
1 umsögn um Mitt litla leiksvið
Eldar –
Sá sem kynnst hefur sögumanninum Sveini finnst eins og hann sitji með honum á kaffihúsi. Hann heldur óskertri athygli – kannski einmitt vegna þess að sögumaðurinn kemur á óvart þegar hann fer óhikað úr einu í annað. (…) Snert er við lesandanum af því að orðin koma beint frá hjartanu, umbúðalaust og ætíð af velvild og umhyggju … Sveinn skrifar texta sinn ekki til að gera upp við menn og málefni heldur til að miðla og skemmta. Hvergi er vegið að neinum heldur litið til þess sem samtímamenn heima og erlendis gefa. Virðing Sveins fyrir menningararfinum og ræktun hans leynir sér hvergi.
Björn Bjarnason / Morgunblaðið