Þú ert hér://Móðurhugur

Móðurhugur

Höfundur: Kári Tulinius

Einkadóttir Theodóru liggur í dái og móðirin samþykkir að tækin verði aftengd. Hvernig er hægt að lifa með slíkri ákvörðun? Theodóra er skáld og hennar leið er að setja saman bók til minningar um Ingu dóttur sína, sem varð ástfangin af Abel, transmanni sem var ekki ástfanginn af henni.

Móðurhugur er skáldsaga um ástina, lífið og dauðann, um leitina að sátt við sjálfan sig og aðra, um mörkin milli skáldskapar og veruleika.

Kári Tulinius gaf út fyrstu bók sína, Píslarvottar án hæfileika, 2010. Hann er einn af stofnendum og ritstjórum Meðgönguljóða.

Frá 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja1602017 Verð 3.490 kr.
Rafbók-2017 Verð 2.990 kr.

7 umsagnir um Móðurhugur

 1. „Mjög sérstök skáldsaga sem má spyrja sig um hvort jafnvel marki einhvers konar skil í íslenskum bókmenntum. Hér er fjallað um internetið og samskiptin þar, skáldskapinn sem verður til út frá internetinu. Í bókinni er einnig fjallað um líkamlegt kyn, skynjað kyn og samfélagslegt kyn, um trúarbrögð og forna klassík…“
  Jórunn Sigurðardóttir / Orð um bækur

 2. „Þematískt er hún mjög stór. Hún markar sér stóran söguvettvang.“
  Egill Helgason / Kiljan

 3. „Hugmyndalega mjög ríkt verk …“
  Þorgeir Tryggvason / Kiljan

 4. „Kári er ótvírætt efnilegur höfundur og það leynir sér ekki á oft og tíðum lipurlega skrifuðum málsgreinum að hann er vel ritfær … forvitnilegt verk þar sem margar spennandi hugmyndir eru reifaðar og margt vel gert.“
  Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið

 5. „… hugarvíkkandi bók … þar sem allar hvunndagsviðmiðanir fortíðar eru leystar upp og skáldskapurinn fær að elta innri lógík sína, nánast eins og náttúrulögmál … fersk og spennandi og já … tja, einhvern veginn ber hún með sér að höfundurinn sprettur ekki bara úr einum heimi.“
  Auður Jónsdóttir / Facebook

 6. „Hér er á ferð umhugsunarverð saga skrifuð af lipurð.“
  Steingerður Steinarsdóttir / Vikan

 7. „Úthugsuð, marglaga saga.“
  Ólafur Guðsteinn Kristjánsson / Starafugl

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund