Örlögleysi

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2004 1.090 kr.
spinner

Örlögleysi

1.090 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2004 1.090 kr.
spinner

Um bókina

Í Búdapest árið 1944 er fjórtán ára gyðingur, György Köves, rekinn út úr strætisvagni af lögreglumanni. Saklaus drengurinn skilur engan veginn hvers vegna. Hann er færður um borð í lest ásamt þúsundum annarra gyðinga og það er ekki fyrr en lokunni er slegið frá lestarvagninum á áfangastað og farþegarnir reknir út sem drengurinn skilur hvað um er að vera: Orðrómurinn um dauðabúðirnar, sem lítt hafði snert hann fram að því, reynist sannur.

Örlögleysi er ein af áhrifamestu lýsingum allra tíma á veruleika útrýmingarbúðanna. Sagan er sérstæð lýsing á sálarlífi unglings sem hrekst milli þrennra fangabúða – en er um síðir bjargað á giftusamlegan hátt. Hann tekst á við fangavistina af furðumiklu jafnvægi og leitast við að finna skynsamlegar skýringar á því sem fyrir ber. Vegna æsku sinnar skortir hann þó þroska til að skilja til fulls það tortímingarafl sem vofir yfir honum.

Örlögleysi er fyrsta skáldverk Imré Kertész sem kemur út á íslensku og er jafnan talin hans höfuðverk. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2002, ekki síst fyrir þessa sögu.


Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning