Á fögrum haustdegi austur á Seyðisfirði röltir ungur maður út í sjoppu í leit að hressingu. Hann á sér draum um að verða tónlistarmaður en vantar listamannsnafn. Hvað er það sem allir Íslendingar elska skilyrðislaust? Hann kaupir sér Prins Póló og fer heim að semja lög.

Tíu árum síðar lítur Prinsinn til baka yfir ferilinn, flettir gömlum dagblöðum og skissubókum og reynir með aðstoð góðra vina að meta stöðuna. Útkoman er litrík og hjartastyrkjandi.

ATH – Bókinni fylgir hljómplata með nýrri hátíðarútgáfu af skástu lögum Prinsins. Platan er aðgengileg hér fyrir neðan – hún er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Ef þú hefur þegar fest kaup á bókinni er hægt að sækja hljómplötuna hér fyrir neðan endurgjaldslaust.