Þú ert hér://Reglur hússins

Reglur hússins

Höfundur: Jodi Picoult

Jacob Hunt er unglingspiltur með Aspergerheilkenni. Félagsleg samskipti eru ekki hans sterka hlið en hann hefur brennandi áhuga á réttarmeinafræði og er með lögreglutalstöð í herberginu sínu. Hann mætir því iðulega á vettvang glæpa og gefur lögreglunni góð ráð. En dag einn finnst leiðbeinandi hans myrtur og Jacob er yfirheyrður. Hann á bágt með að tjá sig, horfist ekki í augu við þá sem yfirheyra hann og kækir hans og hegðun virðast óviðeigandi – merkir það að hann sé sekur um glæp?

Reglur hússins er áhrifamikil saga um það að vera öðruvísi: um harkalega og óhjákvæmilega árekstra milli þeirra sem fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins og hinna, sem hvorki þekkja né skilja þessar reglur.

Jodi Picoult er bandarískur höfundur sem hefur skrifað fjölda geysivinsælla og eftirminnilegra skáldsagna. Þrjár þeirra hafa komið út á íslensku, Nítján mínútur, Á ég að gæta systur minnar? og Brothætt.

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

Frá 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 651 2012 Verð 990 kr.
Rafbók - 2012 Verð 490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

5 umsagnir um Reglur hússins

 1. Elín Pálsdóttir


  „Sterk og áhrifarík saga sem skýrir vel sjónarmið og heimsmynd fólks með Asperger-heilkenni en vekur um leið erfiðar spurningar sem leita á lesandann löngu eftir að lestri lýkur. … nánast ógjörningur að leggja bókina frá sér fyrr en eftir síðasta punkt.“
  Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

 2. Elín Pálsdóttir

  „[F]alleg lesning og rík af húmor … áleitin skáldsaga.“
  Kristjana Guðbrandsdóttir / DV

 3. Elín Pálsdóttir

  „Það er óhjákvæmilegt að verða gersamlega heillaður af því hvernig hún neyðir okkur til að hugsa, og hugsa stíft, um rétt og rangt.“
  Washington Post

 4. Elín Pálsdóttir

  „Rannsóknarvinna Picoult er óaðfinnanleg og hún tekst afar skynsamlega á við knýjandi spurningar um einhverfu og Aspergerheilkenni.“
  Publishers Weekly

 5. Elín Pálsdóttir

  „Hugvitsöm, gagntekur lesandann … ein besta bók Picoult!“
  USA TODAY

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund