Sælureitur agans

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2022 138 3.490 kr.
spinner

Sælureitur agans

3.490 kr.

sælureitur agans
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2022 138 3.490 kr.
spinner

Um bókina

Fjórtán ára stúlka hefur varið hálfu lífi sínu í heimavistarskólum í Ölpunum en bíður þess eins að vistinni ljúki svo hið sanna líf geti hafist. Tíminn líður hægt við fullkomna náttúrufegurð og lífsleiða. Hún laðast að skólasystur sem þekkir lífið utan heimavistarskóla og býr yfir eftirsóknarverðri fjarlægð og aga. Námið er ekki krefjandi og lífið á heimavistinni snýst um mannleg samskipti þar sem sakleysi æskuára víkur fyrir flækjum og ógnum fullorðinsára – þrjáhyggju, ást og brjálsemi. Beittur stílsmáti höfundar er í senn fagur og uggvænlegur.

Fleur Jaggy fæddist i Zurich í Sviss árið 1940 og varði drjúgum hluta æsku sinnar og unglingsára í heimavistarskólum. Að námi loknu flutti hún til Rómar og var í kreðsum höfunda eins og Ingeborgar Bachmann og Thomas Bernhard en frá árinu 1968 hefur hún búið í Mílanó. Fleur Jaeggy hefur skrifað skáldsögur, smásögur og leikrit og þýtt verk fjölda höfunda yfir á ítölsku. Skáldsögum hennar hefur verið lýst sem „tilfinningaþrungnum og óaðfinnanlega hnitmiðuðum“ (The New Yorker) og „ávanabindandi“ (Kirkus). Sælureitur agans (I beati anni del castigo, 1989) er ein þekktasta bók hennar og hreppti hin virtu Premio Bagutta- og Premio Speciale Rapallo-verðlaun á Ítalíu. Af öðrum verkum hennar má nefna Proleterka sem The Times Literay Supplement valdi bestu bók ársins 2003.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning