Segulskekkja

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2014 167 3.190 kr.
spinner

Segulskekkja

3.190 kr.

Segulskekkja
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2014 167 3.190 kr.
spinner

Um bókina

Kona fær óvænt símtal sem sendir hana í ferðalag frá Karijoki til Flateyjar um miðjan vetur til að mæta í jarðarför. Í vetrareyjunni rekur sálma, drauma og minningar á land sem þvinga hana til að rýna í sitt eigið sár og horfast um leið í augu við hina goðsagnakenndu Siggý – móðurina sem rís reglulega úr ösku með sólina í höfðinu.

Segulskekkja Soffíu Bjarnadóttur er saga um lífsviljann og þá krákustíga sem manneskjan fetar í leit að sátt við eigin tilvist. Soffía Bjarnadóttir er menntuð í bókmenntafræðum, ritlist og leikhúsfræðum og hefur starfað við skriftir, háskólakennslu, bókmenntarýni og varðveislu ritverka. Segulskekkja er hennar fyrsta skáldsaga.

„Las þessa bók í einum rykk. Stórgóð fyrsta bók. Frumleg og með sveiflu í stílnum.“
Sjón

„Hún skrifar mjög góðan stíl og á greinilega erindi … hefur mikið vald á stíl.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

„Segulskekkja er glæsilega skrifuð á köflum, skáldleg og heillandi – Soffía dregur upp myndir sem eru afkáralegar og átakanlegar og allt þar á milli, leikur sér með myndlíkingar og stekkur úr einu í annað af íþrótt og smekkvísi.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið

„[Skáldsaga] sem er svo haganlega dulbúinn harmleikur að það er ekki fyrr en líða tekur einmitt að endalokum að lesandi áttar sig fyllilega á því að það sem verið er að lesa er saga ógæfu, þjáninga og áfalla en ekki þessi gamalkunna ferðasaga þar sem æskustöðvarnar eru sóttar heim […]“
Björn Þór Vilhjálmsson / Víðsjá

„Soffía Bjarnadóttir skrifar frumlegan og oft fallegan stíl í fyrstu skáldsögu sinni, Segulskekkju. [Textinn] er uppfullur af skemmtilegum og oft óvæntum myndum og samsetningum auk þess sem hún nýtir sér vísanir í bókmenntir og kvikmyndir óspart (sem mér finnst ekki ókostur).“
Ásdís Sigmundsdóttir / Fréttablaðið

„Segulskekkja er nóvella að lengd og er það form sem hentar vel til þess að segja sögu fulla af tilvistarlegum vandamálum, […]Það er afskaplega freistandi að lesa bókina til enda á einni kvöldstund en það er þó betra að fara sér hægt svo að listilega fagrar setningar fari ekki forgörðum í allri græðginni að vita meira um þessar breysku persónur.“
Kristín María Kristinsdóttir / Sirkustjaldið

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning