Gordon, frændi Stefaníu, skrifaði hryllingsskáldsögur, eða svo hélt hún – þangað til hann dó og arfleiddi hana að eigum sínum. Þá komst hún að því, að þótt bækurnar hans væru hrollvekjur, þá voru þær ekki beinlínis skáldskapur. 
Stefanía kastast út í ógnarveröld blóðsuga, illmenna og holmenna, en fær óvænta aðstoð: Frá spæjaranum snjalla, Skelmi Gottskálks, sem reyndar er ekki þessa heims, heldur beinagrind dauðs seiðkarls. Þegar hitnar í kolunum svo um munar, vill það Stefaníu til happs að hún er engin venjuleg 12 ára stelpa – og Skelmi til happs, að hann er þegar dauður. 
Mun illskan hafa sigur? Munu Stefanía og Skelmir hætta að rífast nógu lengi til að ná að bjarga heiminum? En eitt er alveg víst: Myrku öflin munu ekki vita hvaðan á þau stendur veðrið.