Nicolas er lítill strákur í skíðaferð með bekknum sínum lengst uppi á fjöllum, fjögur hundruð kílómetra frá heimili sínu. Strax frá upphafi er ljóst að ógn steðjar að. Við finnum það, við vitum það, alveg eins og hann hefur alltaf vitað það.

Í ferðinni breytist kvíðinn sem býr innra með honum í skelfilega martröð. Við vitum að óttinn er raunverulegur og að eitthvað er í þann veginn að gerast. Eitthvað sem enginn fær stöðvað.

En við hefðum helst kosið að líta fram hjá því hvaðan hættan kemur, hver ógnvaldurinn er…