Þú ert hér://Skiptidagar

Skiptidagar

Höfundur: Guðrún Nordal

Nýjar kynslóðir horfa inn í framtíð sem verður gjörólík okkar samtíma. Hvaða nesti – minningar, sögur og reynslu – munu þær taka með sér úr sagnasjóði fortíðarinnar?

Skiptidagar
er persónulegt ferðalag höfundar um sögu Íslands og bókmenntir allt frá landnámi til okkar daga. Þar er spurt hvaða lærdóm við getum dregið af frásögnum aldanna um okkur sjálf og hvernig við getum miðlað þeim á nýrri öld. Höfundur leggur áherslu á sögur kvenna á öllum tímum og sækir alltaf samanburð til nútímans til að sýna að sagan er ein og allt tengist.

Guðrún Nordal er forstöðumaður Árnastofnunar og prófessor við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið að rannsóknum á íslenskum miðaldabókmenntum í þrjátíu ár, og um árabil vann hún að mótun vísindastefnu hérlendis og á norrænum vettvangi.

Í bókinni fléttast þessi hugðarefni hennar saman.

Frá 1.490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 188 2018 Verð 3.890 kr.
Rafbók - 2018 Verð 1.490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

1 umsögn um Skiptidagar

  1. Arnar Tómas

    „Með bók sinni, Skiptidögum, nesti handa nýrri kynslóð, leggur Guðrún Nordal verðugan skerf af mörkum til auðvelda okkur að sjá söguna í heild með augum 21. aldarinnar. Bókin er markverð gjöf í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins.“

    Björn Bjarnason / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *