Sokkaprjón: 52 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 127 3.310 kr.

Sokkaprjón: 52 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla

3.310 kr.

Sokkaprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 127 3.310 kr.

Um bókina

Í þessari líflegu bók eru 52 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla. Bókin er kærkomin fyrir alla sem hafa áhuga á að prjóna. Hér er nauðsynleg tilsögn fyrir byrjendur og lengra komnir fá fjölbreytta og skemmtilega leiðsögn um sokkaprjón af ýmsu tagi.

Í bókinni eru einfaldar og skýrar uppskriftir að alls kyns sokkum og ótal munsturbekkjum en einnig nákvæmar leiðbeiningar með ljósmyndum sem sýna hvernig sokkar eru prjónaðir, lykkju fyrir lykkju.

Höfundur bókarinnar, Guðrún S. Magnúsdóttir, er handavinnukennari að mennt og hefur áratuga reynslu af prjónaskap. Guðrún setti sér það markmið að prjóna eina sokka á viku í heilt ár og eftir árið var komið efni í þessa fjörlegu bók.

INNskráning

Nýskráning