Spámennirnir í Botnleysufirði

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 500 1.690 kr.
spinner

Spámennirnir í Botnleysufirði

1.690 kr.

Spamennirnir i Botnleysufirdi
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 500 1.690 kr.
spinner

Um bókina

Nýlendustöðin Sykurtoppur, Vestur-Grænlandi, árið 1793.

Konu er spyrnt fram af hengiflugi svo hún hrapar til bana. Kristniboðinn Morten Falck er illa farinn á sál og líkama og efast um sjálfan sig og köllun sína. Hann vill umfram allt komast burt en óttast að verða sendur heim í hlekkjum. Grænlenskur aðstoðarprestur hans tekst á við sorg sína og reiði. Kaupmaðurinn hefur tögl og hagldir í nýlendustöðinni en undir kraumar óvild milli heimamanna og nýlenduherranna.

Inni í Botnleysufirði hafa kristnir Grænlendingar sagt sig úr lögum við Danaveldi undir forystu spámannanna Habakúks og Maríu Magdalenu. Þau hafa fundið sinn eigin sannleika og láta sig dreyma um frelsi, jafnrétti og bræðralag, þótt langt sé til byltingarborgarinnar Parísar.

Skáldsagan Spámennirnir í Botnleysufirði er lauslega byggð á sönnum atburðum í dansk-norska konungsveldinu í lok átjándu aldar. Söguefnið spannar mannlíf höfuðborgarinnar einsog það blasir við norskum guðfræðinema. Nýlendubyggðir Grænlands með sínum öfgum og endemum, sjómannslíf á langferðum, sveitir Noregs og logandi stræti brunans mikla í Kaupmannahöfn árið 1795. Kynngimögnuð frásögnin og einstakur stílgaldur Kims Leine tryggðu honum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013.

Þessi margverðlaunaða dansk-grænlenska saga hefur komið út víða um heiminn og birtist nú íslenskum lesendum í frábærri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.

Kim Leine er danskur rithöfundur, fæddur 1961. Hann er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur á Grænlandi árum saman. Fyrsta skáldsaga Leines, Kalak, kom út árið 2007. Í kjölfarið fylgdu Valdemarsdag, 2008, og Tunu, 2009. Spámennirnir í Botnleysufirði litu svo dagsins ljós árið 2012 og fyrir hana hlaut Leine m.a. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2013.

Tengdar bækur

Valdimarsdagur
3.190 kr.
Rauður maður/Svartur maður
4.290 kr.
Kalak
3.290 kr.4.390 kr.
Lífsnautnin frjóa - Anne B. Ragde
990 kr.3.490 kr.
Blindgöng
3.490 kr.
1.990 kr.3.490 kr.
Sögur frá Sovétríkjunum
1.190 kr.5.690 kr.
Augu Rigels
1.990 kr.3.490 kr.
Hin ósýnilegu
990 kr.3.490 kr.
Yfir höfin
1.990 kr.3.490 kr.
Hundagerðið
1.990 kr.3.490 kr.
Næsti!
1.690 kr.1.990 kr.
Leiðin í klukknaríki
4.690 kr.
Brostnar væntingar
5.090 kr.
Gegnum vötn, gegnum eld
1.490 kr.3.490 kr.

INNskráning

Nýskráning