Kalak

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 320 4.390 kr.
spinner
Kilja 2018 320 3.290 kr.
spinner

Kalak

3.290 kr.4.390 kr.

Kalak
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 320 4.390 kr.
spinner
Kilja 2018 320 3.290 kr.
spinner

Um bókina

Kalak er skáldævisaga.

Við kynnumst ungum manni sem alinn er upp í samfélagi Votta Jehóva í norskri sveitabyggð, samfélagi þar sem hinn drottnandi og refsandi Guð er alltumlykjandi. Tákn frelsisins er samkynhneigður faðir drengsins sem hefur yfirgefið fjölskylduna og haldið til Kaupmannahafnar. Sextán ára hefur Kim fengið nóg og strýkur til föður síns, en fer þar úr öskunni í eldinn. Sem útskrifaður hjúkrunarfræðingur flýr söguhetjan Danmörku og skömmina sem hann hefur þegið í föðurarf.

Kim sest að á Grænlandi ásamt fjölskyldu sinni og stór hluti bókarinnar er lýsing á lífinu þar. Hann lærir mál heimamanna og ávinnur sér að vera kallaður „kalak“ sem er öðrum þræði skammaryrði þótt upprunaleg merking orðsins sé gegnheill Grænlendingur. Við sögu koma skrautleg og fjölbreytileg störf hjúkrunarfræðings í grænlenskum byggðum. En einnig misfriðsamar ástkonur, veiðiferðir og barferðir. Í sögulok lyfjamisnotkun, uppgjöf og brottrekstur.

Kim Leine hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Spámennina í Botnleysufirði sem var afar vel tekið af íslenskum lesendum þegar hún kom út í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar haustið 2015.

Þýðandi er Jón Hallur Stefánsson.

INNskráning

Nýskráning