Þú ert hér://Steinskrípin

Steinskrípin

Höfundur: Gunnar Theodór Eggertsson

Landið var litlaust og kalt svo langt sem augað eygði …

Daginn sem Bergur vaknar skyndilega til lífsins skín gamalkunnug sólin hátt á lofti en annað er framandi. Veröldin er grá og líflaus og þar ráða steinskrípin ríkjum – hrikalegar ófreskjur með slímuga arma og flugbeittar klær. Bergur er þó ekki einn í heiminum.

Dularfull, skikkjuklædd stúlka fylgir honum hvert fótmál. Hún er fædd í þessari steingerðu veröld og hefur aldrei þekkt annað en ófreskjur og erfiðleika. Saman halda þau í háskaför með dýrmætan grip í bakpoka – mögulega einu von mannkynsins til að sigrast á skrípunum og endurheimta Jörðina.

Steinskrípin er spennandi saga eftir Gunnar Theodór Eggertsson fyrir alla ævintýraþyrsta lesendur og sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Steindýrin.

Frá 1.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 283 2012 Verð 3.310 kr.
Rafbók - 2019 Verð 1.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

2 umsagnir um Steinskrípin

  1. Elín Pálsdóttir


    „Það er ekki oft sem ævintýrasögur koma mér á óvart, en Gunnari tókst það svo sannarlega hér. Bókin er mun betri en Steindýrin, þéttari og betur skrifuð. Söguþráðurinn er fléttaður úr minnum úr íslenskum þjóðsögum, erlendum hrollvekjum, framtíðarsögum, geimverutryllum og galdrasögum 17. aldarinnar, og afraksturinn er alveg einstaklega skemmtilegur. Ævintýrið um Berg, Hlín og steinskrípin er bæði kunnuglegt og afskaplega frumlegt. “
    Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir / Fréttablaðið

  2. Elín Pálsdóttir

    „Þetta er frumleg, spennandi, vel skrifuð og umfram allt skemmtileg barna- og unglingabók sem á eflaust eftir að kæta margt ungmennið.“
    Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund