Höfundur: Örlygur Kristfinnsson

Í þessu verki tekur Örlygur Kristfinnsson upp þráðinn frá fyrri bók með sama nafni og bregður upp sterkum og áhrifamiklum mannlífsmyndum frá Siglufirði á liðinni öld. Umfjöllunin er eins og áður gaman og alvara í lífi almúgafólks. Þrátt fyrir síldarævintýri lifði fólk við kröpp kjör og lífsháskinn var aldrei langt undan. Í krafti þekkingar sinnar tekst höfundinum að draga fram skýra mynd af sögu og örlögum þessa fólks. Siglufjörður var trúlega stærsta leiksviðið þegar sjávarþorp landsins tóku að vaxa og dafna.