Tabúlarasa er fyrsta skáldsaga Sigurðar Guðmundssonar, hún kom út árið 1993 og aftur sem kilja árið 1999.

Tabúlarasa er ástarsaga, ástarsaga milli fimmtugs myndlistarmanns sem dvalist hefur langdvölum erlendis og íslenskrar tungu. Þetta er saga um kima og almenninga tungumálsins og myndlistarinnar og þetta er saga um sköpunarþörfina, sköpunarþrána, tjáningu og þjáningu.