Þú ert hér://Þrenningin

Þrenningin

Höfundur: Vigdís Grímsdóttir

Þríleikur Vigdísar Grímsdóttur, Frá ljósi til ljóss, Hjarta, tungl og bláir fuglar og Þegar stjarna hrapar eru hér saman í einni bók. Í formála segir Vigdís frá atvikum sem urðu til þess að hún skrifaði þessa sögu og forvitnilegri glímu sinni við efni hennar.

Allar hlutu bækurnar afar góða dóma íslenskra gagnrýnenda og þýðingarréttur var m.a. seldur til Svíþjóðar. Þríleikurinn var tilnefndur til Menningarverðlauna DV.

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 416 2005 Verð 990 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / /

1 umsögn um Þrenningin

  1. Bjarni Guðmarsson

    „Göldróttur sagnabálkur sem afhjúpar örlög fólks sem kýs að pakka sannleikanum inn í lygi. Í kjölfarið fylgir flókin viðureign við lífið og örlögin sem í sífellu skola persónum á aðrar strendur en ráð var fyrir gert. Hér koma öll helstu höfundareinkenni Vigdísar fram í allri sinni dýrð og ekki síst það sem hún er snillingur í að afhjúpa: Ekki er allt sem sýnist. Á yfirborðinu er fjallað um óskaveröld sem flestir þrá: Veröld skilnings, hlýju, ástar og fölskvaleysis en undir krauma óheillindi, óhamingja, svikin loforð, vanmáttur og efi. Textinn er allt í senn, áleitinn, krefjandi, fallegur og grimmur og neyðir lesandann til að freista uppgjörs við eigið eðli.“
    Valnefnd Menningarverðlauna DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *