Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 285 3.190 kr.
spinner

Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins

3.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 285 3.190 kr.
spinner

Um bókina

Friedrich Schiller var eitt af höfuðskáldum Þjóðverja og stjóð jafnframt í fremstu röð þeirra heimspekinga er kenndir hafa verið við þýska hughyggju. Þótt Schiller hafi ætíð verið dáðastur fyrir ljóð sín og leikrit höfðu skrif hans um heimspeki, sér í lagi fagurfræði, rík áhrif, meðal annars á hugsuði á borð við Hegel, og hugmyndir hans um sjálfræði listarinnar og hlutverk listamannsins í mannlegu samfélagi eiga tvímælaust erindi í umfjöllun um nútímalist.

Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins er eitt helsta heimspekirit Schillers og skýrasta framsetning hans á fagurfræði sinni, enda þótt stíllinn beri skáldskapargáfu höfundarins vitni. Verkið birtist í tímaritinu Die Horen árið 1795 og var tilefni þess vonbrigði Schillers með afdrif frönsku byltingarinnar og þann farveg sem hún lagðist í. Hann gagnrýnir harkalega siðmenningu samtímans, greinir ástand stjórnmála og samfélags á þessum umbrotatímum og byggir á þeirri greiningu kenningu sína um hlutverk listarinnar jafnframt því sem hann leitast við að setja fram nýja skilgreiningu á fegurðinni.

Samkvæmt kenningu Schillers, sem var í rökréttu framhaldi af fagurfræði Kants, hefur jafnvæginu milli frumhvata mannsins, efnishvatar og formhvatar, verið raskað í samfélagi þar sem menn hafa fjarlægst náttúruna og ofuráhersla er lögð á skynsemina. Í slíku ástandi nær fólk ekki að þroskast og verða heilsteyptar siðferðisverur. Til þess þarf þriðja aflið að koma til, það sem Schiller nefnir leikhvöt, eða listræna reynslu, sem tengi aftur skynsemi og skynjun, opni augu mannsins fyrir hinu fagra og geri hann heilan. Listin gegnir þannig, í augum Schillers, lykilhlutverki fyrir þróun einstaklinga og mannlegs samfélags í átt til heilbrigði og frelsis. Fegurðin er, eins og sannleikurinn, sjálfstæð og óháð geðþóttavaldi og hana er ekki hægt að nýta í þágu tilfallandi markmiða.

Þröstur Ásmundsson, annar þýðenda verksins, ritar að því greinargóðan inngang um lífshlaup Schillers, ritferil hans og viðtökur, og skýrir ítarlega lykilatriðin í kenningu hans um fagurfræði.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning