Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Um skáldskaparlistina
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 125 | 3.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 125 | 3.190 kr. |
Um bókina
Þessi bók mun vera elsta heillega ritið sem til er um skáldskaparfræði og er talið vera fyrirlestrar sem Aristóteles flutti fyrir nemendur sína.
Kenning Aristótelesar um verkan harmleikja er að þeir veiti ákveðna útrás eða kaþarsis fyrir þær vorkunnar- og skelfingartilfinningar sem þeir vekja þegar vel tekst til og forði þannig fólki frá því að verða ofurselt þessum tilfinningum í eigin lífi.
Aristóteles lítur svo á að harmleikur feli í sér almenn sannindi, ekki það sem hefur gerst í raun og veru heldur það sem gæti gerst, athafnir og viðbrögð ákveðinnar manngerðar og að hin almennu sannindi séu æðri hinum sértæku sem sagnfræðin greinir frá.
Þýðing: Kristján Árnason sem einnig ritar inngang.