Jack Reacher er sendur til Mississippi þar sem lík ungrar konu hefur fundist við lestarteina. Grunur beinist að hermanni í nálægri herstöð en hann á áhrifamikla vini í Washington. Það gengur hvorki né rekur með rannsókn málsins og spurningin er hvort lögreglustjórinn á svæðinu, Elizabeth Deveraux, vill yfirleitt finna morðingjann …

Smám saman tekst þeim Reacher og Deveraux þó að púsla saman myndinni – um leið og samskipti þeirra verða æ nánari. En hvernig getur Reacher komið vitneskju sinni á framfæri án þess að verða drepinn?

Lee Child er með allra vinsælustu spennusagnahöfundum í heimi. Villibráð er níunda bókin um Jack Reacher sem kemur út á íslensku.

Jón St. Kristjánsson þýddi.