Vín – frá þrúgu í glas

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2013 303 5.690 kr.
spinner

Vín – frá þrúgu í glas

5.690 kr.

Vínbók eftir Steingrím Sigurgeirsson
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2013 303 5.690 kr.
spinner

Um bókina

Vínmenning landans hefur tekið umtalsverðum breytingum síðustu áratugi og áhugi fólks og þekking á léttvínum fer sífellt vaxandi. Nú er komin út bók sem bætir þar miklu við. Bókin Vín – frá þrúgu í glas er aðgengilegt og gullfallegt rit um þær guðaveigar.

Í bókinni er farið með lesandann í spennandi ferðalag um vínheiminn, allt frá fjöllum Frakklands til hlíða Andesfjalla og sólbakaðra ekra Ástralíu. Vínrækt og víngerð er lýst og gefin góð ráð um vínsmökkun og val og geymslu á vínum. Einnig er sagt er frá mismunandi tegundum af þrúgum og vínunum sem úr þeim eru gerð.

Höfundur bókarinnar er Steingrímur Sigurgeirsson, einn helsti vínsérfræðingur okkar Íslendinga. Hann hefur skrifað um vín um langt skeið, ferðast um helstu vínræktarlönd heims og dreypt á mörgu af því besta sem vínheimurinn hefur upp á að bjóða. Steingrímur hóf að rita um vín í Morgunblaðið árið 1990.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning