Vísnagull – vísur og þulur fyrir börn í fangi er eiguleg bók í harðri kápu, hana prýða litríkar myndir eftir Maríu Sif Daníelsdóttur og geisladiskur fylgir með.

Í bókinni eru íslenskar vísur, þulur og söngvar sem henta ungum börnum. Um er að ræða sígilt efni sem hefur lifað lengi með þjóðinni.

Helga Rut Guðmundsdóttir tók efnið saman og ritstýrði verkinu. Tónlist á geisladiski er unnin af Pétri Ben tónlistarmanni í samstarfi við Helgu Rut.