Verðlaunabók full af undrum ? Komin út á 50 tungumálum

„… metnaðarfull saga sem heldur lesandanum föngnum …“

Daily Express

Ánauðugur spænskur bóndi brýst undan oki lénsherra síns og leitar frelsisins í Barcelona með son sinn, Arnau. Drengurinn vex upp í skjóli kirkjunnar stóru sem lágstéttir borgarinnar eru að reisa að eigin frumkvæði. Hann finnur forboðna ást og þraukar í gegnum hungursneyð, stríð, drepsóttir og viðureign við hinn illræmda rannsóknarrétt. Um síðir efnast Arnau og öðlast virðingu samborgaranna en auðæfin vekja öfund og lævíslegt ráðabrugg hatursmanna hans hefur skelfilegar afleiðingar.

Ildefonso Falcones skrifaði Kirkju hafsins til að minnast fólksins sem byggði eina af fegurstu kirkjum heims á mettíma og af litlum efnum. Þessi viðburðaríka saga varð metsölubók á Spáni og hefur nú komið út víða um heim. Kirkja hafsins hefur hlotið ýmis verðlaun, þar á meðal spænsku skáldsagnaverðlaunin Euskadi de Plata 2006 og hin virtu ítölsku Giovanni Boccaccio-verðlaun 2007.

María Rán Guðjónsdóttir þýddi.

„Ég gat ekki lagt hana frá mér sársaukalaust … Ótrúlega heillandi bók … Kirkja hafsins er einstök bók … Kirkjan kveikti ljós í hjartanu á mér.“
Jenný Anna Baldursdóttir/ bókabloggari

„Æsispennandi og læsileg örlagasaga.“
Independent

„Hörkufín lesning… ein af þessum stóru, víðfeðmu epísku sögum, full af litríkum persónum og dýrðlegum sviðsetningum … grimmd, losti, nornaveiðar og til að auka enn á spennuna – Spænski rannsóknarrétturinn.“ Estella’s Books

„Saga sem maður les af jafnmikilli ákefð og hún er skrifuð, og þegar hún tekur enda vill maður meira. Frásögn full af undrum.“
La Vanguardia

INNskráning

Nýskráning