Skrímslaerjur

„Fleiri bækur!“

Nýjasta bókin um stóra og litla skrímslið, Skrímslaerjur, er nýkomin út í Svíþjóð og fær afskaplega lofsamlegar móttökur eins og fyrri bækurnar um þessar vinsælu persónur. „Skemmtileg deilugjörn skrímsli“  er fyrirsögnin á bókadómi Peter Grönborg í Borås Tidningen sem Áslaug Jónsdóttir, ein höfundanna, segir frá á vef sínum. Í dóminum segir meðal annars: „Funandi tilfinningasveiflunum er lýst með hlýjum húmor. Sáttasenurnar eru óborganlegar.“  Þó að þetta sé sjöunda bókin um skrímslin finnur Peter engin þreytumerki á höfundarverkinu og sendir höfundunum þremur því skýlausa hvatningu: „Fleiri bækur!“

Skrímslabækurnar dreifast víðar um heiminn. Nýlega var útgáfurétturinn á Skrímsli á toppnum og Skrímslaerjur seldur til Thorgard forlagsins í Danmörku og Kínverjar, sem þegar höfðu gefið út sex fyrstu bækurnar í bókaflokknum, keyptu réttinn að þeirri sjöundu, Skrímslaerjum, fyrr á þessu ári.

INNskráning

Nýskráning