Árni Þórarinsson

Árni Þórarins til Álandseyja

Næstu helgi, þann 21.-23. mars, sækir Árni Þórarinsson Álandseyjar heim þar sem hann verður fulltrúi Íslands á Mariehamn Litteraturdagar, sem er ein elsta bókmenntahátíð á Norðurlöndum.

Meðal annarra gesta á hátíðinni eru sænsku krimmahöfundarnir Srne Dahl og Håkan Nesser, auk fjölda norrænna rithöfunda af ýmsu tagi. Um hátíðina sjálfa og höfundana sem hana sækja má fræðast meira hér.

Árni gaf út skáldsöguna Glæpurinn – ástarsaga fyrir jólin og hlaut fyrir hana mikið lof. Í byrjun árs var svo ákveðið að ráðast í að kvikmynda Glæpinn en þeir Árni og Marteinn Þórsson, sem á að baki myndir á borð við Rokland og XL, skrifuðu undir samning þess efnis.

INNskráning

Nýskráning